Um Gísla

Gísli lærði meðferðardáleiðslu í Dáleiðsluskóla Íslands hjá Roy Hunter og Dr. Edwin Yager. Einnig hefur Gísli lært hjá Hypnosis Motivational Institute, John Sellars, David Snyder, Jonathan Chase ásamt því að hafa setið námskeið hjá Cheryl og Larry Elman, Adam Eason og fleirum.

Gísli er útskrifaður sem Certified Clinical Hypnotherapist (CHt.), Certified Parts Therapy Facilitator (CPTF) og Depression Treatment Specialist (Dep.Cert(Hyp)).

Gísli hefur haldið námskeið í dáleiðslu og verið Dáleiðsluskóla Íslands innan handar á námskeiðum undanfarin ár. Hann mun kenna sjálfsdáleiðslu hjá skólanum í haust.

Gísli starfaði í stjórn félags dáleiðslutækna þar sem hann sinnti meðal annars starfi ritara og formanns.

„Ég hef alltaf haft áhuga á því hvernig hugurinn virkar, og undirvitundin starfar, hvað við getum í raun gert meira en við höldum. Dáleiðsla er öflugasta og fljótvirkasta verkfæri sem ég veit um til að ná árangri og þess vegna kýs ég að nota dáleiðslu. Ég vil hjálpa þér að ná fram því besta sem býr í þér”

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close