
Dáleiðsla er ekki það sem þú sást í bíó
Dáleiðsla er:
Frábær leið til að hætta ávana
Frábær leið til að byrja nýjan vana
Frábær leið til að verða eins og þú vilt vera
Frábær leið til að ná aftur stjórn á lífi sínu
Dáleiðsla er ein öflugasta leið sem til er til að komast í samband við undirvitundina og gera breytingar sem festast.
Undirvitundin stjórnar okkur í okkar daglega lífi. Þar eru allar tilfinningar, minningar, lærdómur og hegðun.
Meðvitundin er það sem við hugsum rökrétt með og erum meðvituð um.
Vandamálið er að stundum viljum við eitthvað meðvitað en undirvitundin vill eitthvað annað. Þú vilt fara snemma að sofa, fara í ræktina og/eða borða hollt en í staðinn leggstu í sófann með skyndibita dagsins, snakk og horfir á sjónvarpið til klukkan þrjú um nótt. Eða lengur. Af hverju?
Vegna þess að undirvitundin veit að það er best og það sem undirvitundin vill fær undirvitundin. Þú getur að sjálfsögðu farið í ræktina, borðað hollt og farið snemma að sofa. Það er alveg hægt að gera það sem okkur finnst leiðinlegt en það krefst meðvitaðrar áreynslu. Síðan tekur allt aftur við daginn eftir.
Með dáleiðslu förum við beint í undirvitundina og skiptum út því sem undirvitundin vill gera yfir í það sem þú vilt gera.
Þessvegna gengur ekki að ætla að gera eitthvað sem þú vilt ekki gera. Þá eru bæði meðvitaði hugurinn og undirvitundin sammála og enginn ágreiningur til.
Þannig að ef þú ætlar að t.d. hætta að reykja af því að einhver annar vill að þú gerir það en þú vilt það ekki í raun þá ertu bara að henda pening og tíma í ruslið.
Þú borgar fyrir tímann, eyðir tíma og ekkert breytist
Ef þú aftur á móti ert að t.d. hætta að reykja af því að það er eitthvað sem þú virkilega vilt, þá ertu að fara að upplifa breytingarnar sem þú leitar eftir
Af því að það er best.
