Lendirðu í því að þú ferð í próf, þú kannt þetta alveg uppá hundrað og veist jafnvel öll svörin en af því að þetta er próf þá lokastu alveg? Ekkert svar kemur upp og þú hreinlega getur ekki, sama hvað þú reynir, svarað einni einustu spurningu?


Prófkvíði er raunverulegt vandamál. Fólk hefur farið grátandi út úr prófi af því að það gat þetta ekki. Það vissi allt um efnið. Það gat svarað öllu rétt í samtali. En af því að þetta var próf þá var þetta ómögulegt. Prófkvíðinn var of mikill.
En góðu fréttirnar eru þær að vegna þess að það er undirvitundin sem lætur kvíðann koma fram þá getum við með dáleiðslu fengið undirvitundina til að fara aðra leið.
Leiðina sem kemur þér áfram og í gegnum prófið…

Án kvíða!
