Meiri sköpun og gleði

Segðu mér, varst þú einhverntíman barn?

Þegar þú varst barn, lékstu þér þá ekki? Varstu kannski stundum að þykjast vera einhver annar? Kannski varstu hetja, kannski varstu bófi, riddari eða prinsessa.

Þegar við erum ung er ekkert mál að búa til heilu ævintýraheimana en síðan þegar við eldumst þá notum við þennan hæfileika minna og minna, samfélagið vill síður að við högum okkur eins og lítil börn úti á götu.

Kannski kemur síðan að því að það hentar okkur ekki af því að við erum skapandi verur. Það er okkur eðlislægt að vilja skapa eitthvað.

Góðu fréttirnar eru þær að þessi hæfileiki býr innra með okkur. Með dáleiðslu er hægt að fá aðgang að þessum hæfileika hvenær sem við viljum.

Væri ekki kostur ef að þú gætir, hvenær sem þú veldir, vitað hvað þú ættir að skrifa næst?

Eða kannski ertu leikari og vilt geta náð betri tengingu við persónuna?

Mögulega ertu í myndlist og vantar innblástur?

Með dáleiðslu að vopni geturðu verið eins skapandi og þú vilt og þarft ekki að óttast ritstíflu

Sköpum eitthvað saman

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close