Er stundum erfitt að koma sér áfram?
Erfitt að tala við fólk?
Erfitt að segja það sem þér finnst?
Erfitt að segja nei?
Erfitt að vera þú sjálf/ur þegar þú ert innan um fólk?
Það er ekkert að þér. Þetta eru eðlilegar tilfinningar, sama á hvaða aldri þú ert og sama hvað aðrir segja. Þú mátt vera eins og þú vilt vera. Heimurinn þarf einstaklinga eins og þig.
Ef þér líður aftur á móti illa yfir þessu og þú vilt breytingar þarftu líka að vita að þetta er ekki þér að kenna. Undirvitundin þín lærði mögulega einhvern tímann, jafnvel bara eftir eitt augnablik, að þetta væri besta leiðin til að vernda þig.
Vandamálið er að núna eru aðrir tímar og hlutirnir hafa breyst en undirvitundin hefur ekki lært það og fer alltaf aftur í hegðunina sem hjálpaði einu sinni.
Með dáleiðslu getum við saman kennt undirvitundinni að til er betri leið.
Þú átt skilið að þér líði vel með þig og þínar ákvarðanir.
