Meðmæli

Brynja

“Ég leitaði til Gísla vegna kattaofnæmis sem lagðist þungt á mig vegna þess að ég gat ekki almennilega verið með kisunni á æskuheimilinu mínu og kisur eru líka í miklu uppáhaldi. Ofnæmisviðbrögðin voru alltaf innan seilingar en mér til mikillar undrunar (því ég hafði aldrei áður heyrt um að dáleiðsla virkaði á ofnæmi) hættu þau alveg eftir að hafa verið hjá Gísla jafnvel þó að þegar ég heimsótti ketti reyndi ég meira að segja að kalla fram einkenni eins og ég gat til að prófa. Gísli er algör fagmaður og mér leið einstaklega vel eftir hvern tíma og ég kann að meta þá tækni sem hann kynnti mig fyrir og hvað hann var sveigjanlegur með tíma og dagsetningar. Nú er það bara að hitta gömlu kisuna mína í sumar og sjá hvernig verður að búa með henni en miðað við árangur er ég viss um að það verði allt annað líf.”

Sindri

“Ég hef verið að glíma við hunda og kattarofnæmi frá því ég man eftir mér. Rauð og þrútin augu, mikill kláði í augum, stíflað nef og andþyngsli er það sem einkennir ofnæmið þegar ég er í kringum þessi dýr. Ég ákvað að prufa að fara til Gísla og athuga hvort hann gæti eitthvað hjálpaða mér. Satt best að segja bjóst ég ekki við að þetta myndi virka en ákvað samt að láta á það reyna. Árangurinn lét ekki á sér standa. Ég er búinn að vera heimsækja bróðir minn sem er með tvo hunda, og er ég nánast alveg hættur að finna fyrir öllum einkennum. Vanalega hafa einkennin gert vart við sig eftir um 20 mínútur. Núna get ég verið inná heimilinu allan daginn og það eina sem ég finn eru smá andþyngsli, sem þó eru ekki nema svona 20% af því sem ég áður fann fyrir og truflar mig lítið sem ekki neitt núna. Ég fór aldrei í heimsókn án þess að taka ofnæmistöflu og setja í mig augndropa, en er hættur því í dag. Gísli veit greinilega nákvæmlega hvað hann er að gera og er mjög fær á sínu sviði. Myndi mæla með þessu fyrir alla því þetta virkar. Eins náttúruleg leið og til er til að laga vandamálin.”

Ingi
“Í nóvember og desember 2016 sat ég 4 vikna dáleiðslumeðferð hjá Gísla Frey Eggertssyni, dáleiðslutækni. Á fjórum tímum fórum við í gegnum aðferðir sem hjálpuðu mér að ná tökum á kvíðaeinkennum, og er munurinn greinilegur. Sjálfstraustið hefur aukist til muna og gríp ég reglulega til þeirra æfinga sem Gísli gaf mér í veganesti. Gísli er afar fær dáleiðslutæknir og gef ég honum mín bestu meðmæli.”

Steindór
“Meðferðin hjá Gísla í Veribs Dáleiðslu hefur gert mér kleyft að takast betur á við daglegt líf, hjálpað mér að vera samkvæmari sjálfum mér og að standa meira með mér sjálfum. Ég á auðveldara með að kljást við mótlæti og taka ákvarðanir, auk þess sem ég bæði hóf nám að nýju og hafði meiri trú á þeirri þekkingu sem ég hafði fyrir eftir meðferðina.”

Jakob
“Þessi meðferð hefur hjálpað mér mjög mikið í að yfirstíga ákveðna þröskulda sem voru allt í
einu orðnir virkilega erfiðir fyrir mig. Í dag sé ég sjálfan mig í miklu betra ljósi og ég er óhræddari
við að brosa og njóta stað og stundar. Það sem Gísli gerði hefur hjálpað mér að mikið á tíma í
mínu lífi þar sem hvert skref áfram virtist nær ómögulegt. Held að ég muni aldrei geta þakkað
honum nægilega mikið. Ég tel að dáleiðslu-meðferðir geti hjálpað fólki og verið til gagns fyrir
flesta. Það eina sem skiptir máli er að maður sé tilbúinn að prufa þetta og tilbúinn að láta á þetta
reyna. Aðeins þá getur svona dáleiðslu-meðferð gefið ásættanlega niðurstöðu.”

Magnús
“Mætti til Gísla með mikla erfiðleika við að tala við fólk og olli það mér miklum vandamálum í vinnu hjá mér. Eftir fyrsta tíma hjá honum fann ég strax mikinn mun á mér og ég fór að eiga mun auðveldara með að tala við fólk og leysa vandamál, Eftir annan tíman fann ég minni breytingu hjá mér en ég fór að treysta meira á sjálfan mig til að leysa vandamál sem hefðu áður virðst óyfirstíganleg. Eftir þriðja tímann þá fór ég að finna meira fyrir auknara sjálfstrausti og ég fór að taka frekar eftir smáatriðum í vinnu og samskiptum sem hafa gert mér kleift að vinna mína vinnu enn betur. Fjórða vikan hefur verið enn frekari aukning á öllum þremur vikum og hefur samskiptahæfni mín bæst til muna og traust mitt á minni vinnu hefur gert það að verkum að mín vinna er unnin mun betur. Allt í allt finn ég mikinn mun á sjálfum mér í lífi og starfi. Ferlið frá a til ö var vel unnið og tekið vel á móti mér. Ég hef fengið góða innsýn í mitt líf hvernig það er að hafa fremur lágt sjálfstraust miðað við þessa uppbyggingu. Takk fyrir mig ☺”

search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close