Betri Svefn

Er óþægilega erfitt að sofna? Fer hausinn alltaf á fullt?

Þú ert búin að koma þér vel fyrir. Hausinn er á koddanum. Ljósin eru slökkt en…

Um leið og augun lokast þá byrjar ballið. Hver hugsunin á fætur annarri skýtur upp kollinum. Varstu ekki örugglega búin að gera það sem þú ætlaðir að gera? Af hverju sagðirðu þetta? Hefði ekki verið betra að gera þetta öðruvísi? Áhyggjur, áhyggjur, áhyggjur. Ég má ekki gleyma að gera þetta á morgun…

Og svo framvegis og framvegis og framvegis…

Vandamálið er að undirvitundin veit að þegar þú leggst á koddann átt þú að fara að hugsa og fara yfir fullt af hlutum. Þannig að þegar þú leggst á koddann til að fara að sofa ferðu að hugsa og fara yfir fullt af hlutum.

Væri ekki frábært ef hægt væri bara að slökkva á hausnum þegar maður legðist á koddann? Væri ekki dásamlegt að geta bara komið sér fyrir, ákveðið að fara að sofa og sofnað?

Með dáleiðslu er þetta mögulegt.

Það er hægt að róa hugann og láta slökunina koma yfir þig eftir pöntun. Það er hægt að breyta venjum undirvitundarinnar.

Þó að dáleiðsla sé ekki svefn er dáleiðsla frábær til að ná stjórn á svefninum, kvíða og stressi.

Ertu tilbúin til að sofa vel?

Gísli Freyr
Dáleiðari
search previous next tag category expand menu location phone mail time cart zoom edit close