Flestir hafa einhverjar spurningar um dáleiðslu og ég ætla að svara nokkrum þeirra hér :
Er dáleiðsla í gegnum netið jafn öflug og ef ég mæti á staðinn?
Dáleiðsla í gegn um netið nær árangri svo lengi sem ég get séð þig, þú heyrir í mér og þú fylgir leiðbeiningunum sem ég gef.
Hvað tekur hvert skipti langan tíma?
Hvert skipti er undir klukkutíma. Tíminn fer í að ná árangri. Algengt er að við erum búin á hálftíma en sumir eru fljótari og aðrir taka lengri tíma.
Hvað þarf ég mörg skipti til að ná árangri?
Mjög margir ná árangri eftir 1 skipti. Margir ná árangri eftir 2 skipti. Sumir ná árangri eftir 3,4,5,6 skipti. Hversu mörg skipti þarf fer algjörlega eftir hverjum og einum en langflestir finna mun eftir 1 skipti. Mælt er með að byrja á tveim tímum og ef þörf er á fleiri er alltaf möguleiki á því
Hvað þarf ég að gera til að ná árangri með dáleiðslu?
það eina sem þú þarft að gera er að fylgja leiðbeiningum mínum nákvæmlega. Ekki reyna að láta eitthvað gerast en leyfðu því sem gerist að gerast og þá verður þetta frábært.
Er ég að fara að festast í dáleiðslu?
Nei. Það hefur gerst að fólki hefur liðið svo vel í dáleiðslu og ekki viljað hætta en það fara allir úr dáleiðslu á endanum.
Það var dáleiðari sem fékk hjartaáfall í miðri meðferð. Það bjargaði honum að dáleiðsluþeganum fannst skrýtið að hann var hættur að tala og fór úr dáleiðslu til að kanna málið. Það hefði ekki gerst ef fólk væri fast.

Er ég að fara að missa stjórn?
Er ég að fara að missa meðvitund?
Er ég að fara að gleyma öllu sem gerist?
Er ég að fara að gagga eins og hæna?
Í þessu ferli verður hugurinn þinn virkur og vakandi allan tímann. Þú munt heyra hvað ég segi og muna eins mikið og þú myndir gera úr venjulegu samtali. Frekar en
að missa stjórn snýst þetta um að hjálpa þér að ná stjórn á þessum hlutum í lífi þínu
sem þurfa ekki að vera stjórnlausir lengur.
Þú gætir fundið fyrir slökun. Þú gætir tekið eftir léttri, fljótandi
tilfinningu. Kannski gætir þú bara fundið fyrir því að þú sitjir í stól. Hvað sem þér finnst er
fullkomlega rétt. Það er engin EIN sérstök dáleiðslutilfinning. Það eru frekar allskonar
áhugaverð dáleiðsluaugnablik sem eru skemmtileg fyrir þig, en þau eru líka
fyrir mig til að velja bestu aðferðirnar til að hjálpa þér.
Það geta líka verið nokkur augnablik þar sem þú hefur rosalega mikinn áhuga á
öllum orðum sem ég segi og önnur augnablik þar sem hugurinn þinn flakkar bara eitthvað
annað. Það er í lagi.
Leyfðu þér bara að slaka á í ferlinu. Það er einfaldlega spurning um
fylgja nokkrum mjög auðveldum leiðbeiningum.
Ef ég bið þig um að ímynda þér eitthvað, ímyndaðu þér það bara.
Ef ég bið þig að hugsa um eitthvað, hugsaðu um það.
Einnig, ef þér finnst þú þurfa að hreyfa þig, klóra eða laga þig, ekki hika við að gera það. Það hjálpar þér bara að taka betur þátt í ferlinu.
